• Shuffle
    Toggle On
    Toggle Off
  • Alphabetize
    Toggle On
    Toggle Off
  • Front First
    Toggle On
    Toggle Off
  • Both Sides
    Toggle On
    Toggle Off
  • Read
    Toggle On
    Toggle Off
Reading...
Front

Card Range To Study

through

image

Play button

image

Play button

image

Progress

1/31

Click to flip

Use LEFT and RIGHT arrow keys to navigate between flashcards;

Use UP and DOWN arrow keys to flip the card;

H to show hint;

A reads text to speech;

31 Cards in this Set

  • Front
  • Back

Handhafar ríkisins:

Þeir sem eru í forsvari ríkisins

Aðalréttarheimild Íslands:

Lýðveldisstjórnarskráin frá 17. júní 1944

Ísland er lýðveldi með þingbundna stjórn, ríkisvaldið skiptist í:

*Löggjafavald
*Framkvæmdarvald
*Dómsvald

Þingræði:

Þýðir að sá sem sinnir ríkisstjórn verður að vera studdur af meira en helming Alþingis.

Þrískipting Montesquieu:

Notuð til þess að dreifa valdi:
*Löggjafavald - Alþingi og forseti
*Framkvæmdarvald - Stjórnvöld og forseti
*Dómsvald - Dómendu

Löggjafavald:

Alþingi og forseti fara með þetta vald. Alþingi sem samanstendur af 63 þjóðkjörnum einstaklingum og forseta. Þeir ákveða lög sem þjóðin fer eftir og setja lagalegan grundvöll sem Framkvæmdarvald og Dómsvald vinna síðan eftir.

Framkvæmdarvaldið:

Ríkisstjórn og Forsetinn, sjá um að settum lögum sé framfylgt.

Dómsvaldið:

Dómarar eru sjálfstæðir og dæma ekki eftir neinu öðru en settum lögum og lagabálkum. Þeir eru ráðnir til langs tíma og ekki er hægt að víkja þeim úr starfi nema með dómi.

Forseti Íslands:

35 ára og eldri, 1500 undirskriftir
Er ekki með beint neitunarvald en getur sett ákveðin mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er handhafi framkvæmdarvalds og löggjafavalds.

Þingræðisreglan:

Æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, ráðherrar, verða að njóta stuðnings löggjafavalds.

Umboðsvald:

Outsource-a einhverju framkvæmdarvaldi eins og lögreglu eða innheimtu opinberra gjalda.

Kosningaréttur:

Allir 18 ára einstaklignar, ef þú gerist ríkisborgari í öðru landi fellur kosningaréttur þinn niður. Þú öðlast líka kosningarétt ef þú öðlast íslenskan ríkisborgararétt.

Trúfrelsi:

Allir eiga rétt á því að stofna trúfélög og iðka trú í samræmi við sannfæringu sína. Nema hún skerist á við góðu siðferði.

Svipting ríkisborgararétts:

Ekki má svipta neinn ríkisborgararétts nema hann gerist.

Persónufrelsi:

Engan má svipta frelsi nema með heimild skv. lögum.

Gæsluvarðhald:

Má einungis beita sem þygri refsingu en fésekt eða varðhald. Aldrei má sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur.

Framkvæmdarvald:

Sér um að halda uppi lögum og reglum og er í forsvari Ríkisins bæði inn á við og út á við.

Ráðuneyti:

Sérhvert ráðuneyti tekur til landsins alls og hefur á hendi yfirstjórn og gæslu þeirra stjórnsýslugreina sem undir það heyra, ráðuneytin eru tólf talsins: Forsætisráðuneyti, Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Félagsmálaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, Viðskiptaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Samgönguráðuneyti, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Umhverfisráðuneyti og Utanríkisráðuneyti.

Stjórnsýslulög:

Reglur um hvernig hið opinbera á að meðhöndla mál.

Stjórnsýsluákvarðanir:

T.d. Vínveitingaleyfi, rekstrarleyfi

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -


Rannsóknarregla:

Stjórnvöldum er skylt að mál sé nógu upplýst áður en tekið er ákvörðun.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -


Jafnræðisreglan:

Stjórnvöld skulu sjá til þess að jafnrétti og samræmi sé í samskonar málum.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -
Meðalhófsreglan:

Þegar stjórnvald þarf að taka íþyngjandi ákvörðun, þ.e. leggja skyldur á herðar einstaklings eða svipta hann einhverju sem hann hefur öðlast.
Dæmi: Vínveitingaleyfi eða bóndi að skera niður fé.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -


Upplýsinga- og andmælaréttur:

Áður en ákvörðun um mál er tekin á einstaklingur rétt á að tjá sig um málið til þess að gæta eigin hagsmuna við málsmeðferðina.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -
Rökstuðningur stjórnvaldsákvörðunar:

Aðilar geta farið fram á að stjórnvöld rökstyðji ákvarðanir sínar en það verður að vera gert innan við 14 daga frá því að ákvörðun er birt. Stjórnvöld verða síðan að svara á innan við14 dögum.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -
Afturköllun ákvörðunar:

Stjórnvöld getur breytt ákvörðun allt fram að birtingu, eftir það má bara breyta augljósum villum og þær skulu vera tilkynntar tafarlaust.

Grundvallarreglur stjórnsýslunnar -
Stjórnsýslukæra:

Sætti einstaklingur sig ekki við stjórnarákvörðun má aðili kæra hana til æðra stjórnvalds og fá hana fellda úr gildi

Sýslumenn:

Fara hver í sínu umdæmi með stjórnsýslu ríkisins.

Umboðsmaður Alþingis:

Þeir sem telja hafa verið brotið á sér geta leitað til umboðsmanns Alþingis. Hann hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkisins fyrir hönd Alþingis.

Kvörtun:

Sá sem vill kvarta til umboðsmanns verður að skila inn skriflegri kvörtun ásamt sönnunargögnum.

Ríkisendurskoðun:

Endurskoða starfsemi á vegum ríkisins.