• Shuffle
    Toggle On
    Toggle Off
  • Alphabetize
    Toggle On
    Toggle Off
  • Front First
    Toggle On
    Toggle Off
  • Both Sides
    Toggle On
    Toggle Off
  • Read
    Toggle On
    Toggle Off
Reading...
Front

Card Range To Study

through

image

Play button

image

Play button

image

Progress

1/11

Click to flip

Use LEFT and RIGHT arrow keys to navigate between flashcards;

Use UP and DOWN arrow keys to flip the card;

H to show hint;

A reads text to speech;

11 Cards in this Set

  • Front
  • Back

Hver var með nýatferlisstefnu?

Hull og Toleman

Hver setti fram rótttæka atferlisstefnu?

Skinner

Frumatferlisstefna

Watson, framhyggja (tilhneiging til að horfa á yfirborðið, horfa á hreyfingu í veröldinni), lýsing, forspá og stjórn, sjáanlegri hegðun, ef þetta gerist, gerist þetta, fylgni á milli sjáanlegra fyrirbæra, lýsing á sjáanlegum S-R keðjum (áreiti, viðbragð). Aðleiðslulíkan um skýringar -> Engar kenningar, söfnum nógu mikið af gögnum áður en við fullyrðum um sambönd, samantekt á öllum athugunum er aðleiðsla, hrafn no 100 getur samt verið hvítur.


Megin munur á frumatferlis og nýatferlis er munurinn á frum-framhyggju og röklegri framhyggju

Nýatferlisstefna

Styðst við röklega framhyggju (sem var búin til á 3.áratug) en leggur ekki eins mikla áherslu á hlutlægni. Afleiðslulíkan: Ef við höfum lögmál og atvik og sterk tengsl þar á milli erum við komin með góða vísindalega skýringu. Drögum ályktun og prófum kenninguna. Verið að reyna að finna út hvernig við réttlætum kenningu, hvenær er sálfræðikenning góð? Í stórum dráttum má segja að þetta hafi ekki alveg gengið upp því það getur verið erfitt að skilgreina hlutlægni. Lykilmynd röklegrar framhyggju kemur frá Hume (merkingar-reynsluhyggju hans).


Þeir gerðu líka greinarmun á rökhæfingum og raunhæfingum;


Rökhæfing: þú getur haldið því fram að allir piparsveinar séu ókvæntir, þarf ekkert að skoða það neitt frekar.



Þeir nota lógíska positívismann til að réttlæta sig. Binda vísindaleg hugtök við eitthvað sem er hægt að banka í (hlutlæg merking orða) = aðgerðarhyggja. Ef þú heldur að það sé hægt að aðgerðabinda allt er það aðgerðahyggja. Upphafleg kenning Bridgmans, Sálfræðingar snéru þessu aðeins við, þeir fóru að mæla hlutlægt og fóru að skilgreina vilja; skilgreina hann með að lýsa hlutlægu og tel að það lýsi vilja, þar er ég komin með kenningarleg tök (skilgreini ósjáanleg hugtok) og þá er ég komin með kenningu. Mælingin er eins konar fulltrúi hugtaksins. Get búið til kenningu um hugsun og skoðað hlut-læga kenningu. Vandræðin verða svo þau, að menn fari að segja að þetta sé nóg, er með kenningu um viljastyrk og þetta er svona, fólk fer að búa til kenningu sem er ekki almennileg og prófa mælingar sem staðfesta bara augljósa hluti og prófa og sýna að alþýðusálfræði virki = ef maður er hræddur þá forðar maður sér. Það að aðgerðarbinda hugtak
dugir ekki til þess að maður sé komin með kenningu, aðgerðarbindingin getur verið tóm
vitleysa. Það að aðgerðarbinda hugtak gerir það ekki endilega réttmætt, Skinner gagn-
rýndi þetta harkalega, þið eruð bara að taka hugtak og byggja út frá því hegðun sem þið
útskýrið svo þessa nýju hegðun með, þetta er vond sálfræði sagði hann. ÞArna verður
til aðferðafræði. Frum og fylgibreytur og millibreytur.

Samanburður kenninga

Frumatferlis-frumatferlisstefna; horfir á hreyfingu karlsins, söfnum nógu mikið af staðreyndum um hreyfingu hans áður en við fullyrðum um hvernig hann hreyfir sig næst


Rökleg atferlis-nýatferlisstefna; búum okkur til kenningar um hvernig karlinn hreyfir sig, getum dregið af því ályktun hvað hann gerist næst, ég prófa kenningu mína og athuga hvort hún sé rétt.



Frum framhyggjumenn voru algjörlega á móti kenningum, ætlum bara að hlaða upp hlutlægum staðreyndum þar til við erum komið með lögmál og sannleika
Röklegu framhyggjumenn koma með möguleikann á því að semja kenningar, construct og hugtök sem eru ekki beint hlutlæg – eru að forðast háloftakenningar eru að reyna að búa til kenningar sem eru jarðbundnar, öruggar og vísindalegar og ekki háloftafrumspek



Róttæk atferlisstefna

Fer til baka í aðleiðsluna, aftur í það að horfa bara á hvað fólk gerir, horfa bara á það sjáanlega. Lýsing, forspá og stjórn.

Hull og Tolman

Tolman og Hull aðal nýatferlissinar, látum nægja að tala um þá. Voru báðir að tala um dýr, eru báðir að athuga hvað drífur dýr áfram, af hverju gera dýr það sem þau gera, eru að athuga motivation í e-m skilningi. Námskenningar hjá þeim báðum eru mikilvægar, voru nánast samtvinnaðar við atferlissinnan. Sampil lífvera og umhverfis. Grundvallarhugmyndin er sú að það sem við gerum er mótað að umhverfi. Er í rauninni mögnuð og yfirgripsmikil hugmynd, skiptir ekki mestu máli hvernig við erum samsett heldur er það umhverfi sem hefur mest áhrif á það sem við gerum. Sálfræði á 20.öld og ekki bara neobehavoristanir heldur líka róttæku, þetta var þeirra stóra hugmynd. Við vitum meira um þetta núna heldur en 1914, hvernig umhverfið mótar fólk og hvernig fólk lagast að umhverfi sínu. ÞEssar námskenningar fólu í sér að gera grein fyrir því hvernig maður lærir til dæmis að rata. Hvernig lærir dýr að muna, vandann var yfirleittt stillt upp sem þjálfunarvanda.

Tolman

Tolman

hugarkort. Hafnar innskoðun, horfir á ytri sjáanlega hegðun. Var með tilgangs-atferli, einblínir á tilgangs eða markmiðabundna hegðun. MEðvituð hugarferli búa í hegðun og orsaka hana (blæs á tvíhyggju Descartes). Vilji er hluti af hegðuninni. Hann skilgreindi nám án styrkingu og tíðni (latent learning). Hann var ekki mikill umhverfissinni eins og allir hinir heldur stýrist hegðun af umhverfi, hvötum, erfðum, þjálfun og þroska (virk atferlishyggja) millibreytur,

Hull

Hull

Dáðist af verkum Pavlov og fór að rannsaka skilyrta svörun.


Hull leggur sálfræðina vélrænt upp og lítr á sig eins konar Newton sálfræðinnar. Sálfræðin þarf að leggja upp grundvallaratriði. Hull vildi að það væru grundvallarsetningar sem væru lagðar upp, þá væri hægt að byggja upp setningar sem útskýra margt, t.d minni.
Hann leggur upp sálarlíf á mjög vélrænan hátt og hermir eftir eðlisfræði í því. Hann býr til reiknivél. Sérhver hegðun eða viðbragð (R) er svar við áreiti (S). stimulus frá umhverfinu. Erum vélræn fyrirbæri að viti Newtons.
Hjöðnun hvatar, það sem keyrir okkur áfram er leit af jafnvægisástandi, erum byggð upp af mörgum kerfum. í hverjum manni felast ýmis kerfi sem leitar jafnvægis, þegar við erum svöng þá viljum við éta og svofrv. Environmet, habit og drive er hegðun, meðvitund er ekki neitað en hún útskýrir ekkert, engin hugarkort eins og hja tolman, eru keðjur áreita og viðbragða. Hann leysir ekki spurninguna um teleólógíu. Hann reynir að sameina klassíska og virka skilyrðingu með drive reduction módelinu sínu.

Skinner

Skinner

Skinner varð frægastur. Lagt upp í Greenwood eins og fyrst hafi verið frumhyggja, svo nýatferlis svo róttæk. Róttæka stefnan var áberandi en var aðeins ráðandi í nokkrum háskólum, er misvísandi að segja að róttæka hafi rutt annari atferlisstefnu úr vegi eins og Greenwood leggur ti. Nýatferlis kemur á eftir frumatferlis en róttæku koma ekki endilega á efitr, Siggi telur hana með nýatferlisstefnunni. Skinner Var áberandi og góður pólitíkus, var ekki þannig að allir
hafi verið wondered away. Erum aftur komin i frumatferlisstefnuna, ef það er stimulus er response, erum bara að skoða sem er sjáanlegt, erum með skýra línu.
Það er Skinner búrið, alltaf virknisamband milli umhverfis og lífveru (organism). Þetta var eitt að því sem gerði Skinner frægari. Síðan það sem er neðst á glærunni,
þessi vel heppnaða hagnýting, hefur sannarlega haft mikil áhrif í stjórnunarfræðum, barnasálfræði og sem mótunartæki, sú stefna er oft það eina sem menn setja í
samband við atferlishyggju. Skinner er líka umdeildur, kallaði það sumt yfir sig því hann hafði gaman að því að halda einhverju fram og bakka ekki tommu og ansa ekki
mönnum, hann gaf út yfirlýsingar og svo máttu aðrir tuða og allt að verða vitlaust. Hann hafnar lógíska pósitvísma og tveimur heimum, og heimtar að við færum okkur öll niður í þennan heim hér og engan annan, Hinar skýringar, þessar hugrænu eru bara tuggur og endurtekningar á ´vi sem við vitum nú þegar. Sleppum efri hæðinni
og tökum bara hegðununa. Erum ekki búin að útskýra eitt eða neitt af hverju ég fer út að hlaupa þá er það hlaupaþörfin, getum alltaf fundið einhverja hvöt fyrir hegðun en það útskýrir ekki neitt meira. Afhjúpar gallana í aðgerðabindingunni. Ert ekki komin með nein vísindi með því að útskýra því af hverju Siggi fór í sund, var mikil
tíska á skinner árunum að kalla hluti hegðun. Hægt að búa til junk sálfræði um róttæka
atferlishyggju og styrk og áreiti, Engar millibreytur eða sálræn hugtök, umhverfi er aðal breytan
sem við eigum að finna. Hvernig hefur áhrif á hegðun og ef við finnum það ekki erum við ekki
bújn að athuga þetta nógu vel. þetta eru VÍSINDIN OG SÁLFRÆÐIN.

Rannsóknir Skinners

Í rannsóknum sínum fókuseraði Skinner á það sem hann kallaði virka heðgun (operant behavior): líkur á endurtekningu hegðunar eykst með styrkingu; hegðun er þannig jákvætt eða neikvætt styrkt með því að gefa mat eða fjarlæga sársaukafullt áreiti. Hann skilgreindi ósjálfráð hegðun (respondent behavior): hegðun er kölluð fram með óskilyrtu eða skilyrtu áreiti. Skv. Skinner þá eykur virk skilyrðing (operant conditioning): líkurnar á að hegðun endurtaki sig (í áreitis aðstæðum) og tíðni endurtekningar hennar, í gegnum styrkingu.