• Shuffle
  Toggle On
  Toggle Off
 • Alphabetize
  Toggle On
  Toggle Off
 • Front First
  Toggle On
  Toggle Off
 • Both Sides
  Toggle On
  Toggle Off
 • Read
  Toggle On
  Toggle Off
Reading...
Front

Card Range To Study

through

image

Play button

image

Play button

image

Progress

1/91

Click to flip

Use LEFT and RIGHT arrow keys to navigate between flashcards;

Use UP and DOWN arrow keys to flip the card;

H to show hint;

A reads text to speech;

91 Cards in this Set

 • Front
 • Back

Homeostasis - Samvægi

Líkami okkar skapar frumum líkamans það umhverfi innan líkamans sem þær þurfa til að geta lifað og starfað = innra umhverfið Samvægi í líkamanum er forsenda heilbrigðs líkama. Án samvægis verður líkaminn sjúkur og mikil frávik geta leitt til dauða. Samvægi þýðir að þegar eitthver þáttur í líkamanum fer úr venjulegu ástandi (t.d.blóðsykur) þá er annar mótþáttur sem vinnur gegn hækkun/lækkun til að koma eðlilegu ástandi afturá.
acclimatization
Það þýðir að ákveðin kerfi auka starfsemi sína í breyttum aðstæðum, þ.e.a.s við breytum ekki starfsemi heldur aukum hana.

Extracellular fluid - Utanfrumuvökvi

Allur vökvi utan frumu kallast utanfrumuvökvi. Hann skiptist í plasma 25% sem er próteinríkt(blóðvökvi) og millifrumuvökva 75% sem er allur vökvi utan frumu fyrir utan blóð.

Intracellular fluid - Innanfrumuvökvi

Allur vökvi innan frumna. Uppsetning innan frumuvökva er allt önnur en utanfrumuvökva því frumur þurfa t.d. ýmis prótein til að vaxa og nota frumuhimnuna til að stjórna því að þau flæði ekki inn.

TBW total body water
55-60% af þyngd líkamans,2/3 af vatninu er innanfrumuvökvi og1/3 utanfrumuvökvi.
Set point
Viðmið fyrir líkamann til að starfa eftir þegar við stillum kerfin okkar, t.d. líkamshiti.Set pointið getur breyst, t.d. þegar við fáum hita .
Steady state
Líkamshiti breytist ekki þó við séum í herbergi við 20° eða 40°, það þarf þó orku til að viðhalda líkamshitanum.
Equilibrium
Þegar að t.d. líkamshiti er stöðugur í umhverfi og ekkert þarf að leggja til til að halda honum þannig, þ.e.a.s. engin orka út og engin orka inn – stöðugt ástand.

Homeostasis + stýrikerfi

Til þess að hægt sé að viðhalda samvægi í líkamanum þarf stýrikerfi og samskipti milli frumna að vera til staðar.

Dæmi um stýrikerfi í Homeostasis:

–Staðbundinstjórnun (paracrine og autocrine)

–Viðbragðsbogi (reflex control)


–Taugakerfið


–Hormónakerfi (endocrine)


–Stjórnunarpeptíð (cytokine)

Hormón sem stýrikerfi

Virka eins og útvarp, það sendir ákveðið boð af stað og aðeins ákveðnar frumur með réttu viðtakanna geta tekið við boðunum og brugðis trétt við.

Taugafrumur sem stýrikerfi

Hafa samband beint við frumuna sem þær vilja hafa áhrif á með taugaboðefnum (neurotransmitters).

Paracrine boð

Er þegar að fruma hefur áhrif á næstu frumu (staðbundið).
Autocrine boð
Eru boð frá frumu sem hefur áhrif á sjálfa sig (eina boðið sem er ekki intracellular, er líka staðbundið).
Viðbragðsbogi
Skynnemar nema breytingar sem áreiti veldur, aðlægar brautir liggja AÐ heila þar sem heilinn vinnur úr upplýsingunum. Þar á sér stað samþætting sem hefur set pointið sem viðmið. Frálægar brautir FRÁ heila bera þá upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við áreitinu, þá verður SVAR við upphaflegu áreitinu.
Stjórnunarpeptíð(cytokine)
Þetta eru frumur sem hjálpa til við samskipti frumna í ónæmissvörum og eru aðallega að skipa frumum fyrir og segja þeim að fara að bólgum og sýkingum.

Atóm

Atóm er samsett úr eindum sem kallast prótónur(+), neutrónur(óhlaðið) og electrónur(-) . Ólíkar hleðslur dragast að hvor annarri, líkar hrinda hvor annarri frá.
Sætistala
fjöldi prótóna(+)= sætistalan=true
Massatala
Segir til um massa atóms miðað við massa annarra atóma, erum ekki að tala um þyngd í grömmum í þessu tilfelli heldur er notast við eininguna dalton. Þar sem oftast eru jafnmargar prótónur og neutrónur er massatalan yfirleitt tvöföld sætistalan.
Gram atomic mass - GAM
Er magn frumefnis í grömmum sem samsvarar tölugildinu á atómmassanum.
Ísótópar
Eru mismunandi form frumefnis þar sem prótónurnar eru jafnmargar en ekki neutrónurnar.
Jón
Er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu.

Sameind

Tvö eða fleiri atóm tengd saman.

Samgild tengi
Mjög sterk tengi, mikil orka bundin í þeim og því þarf mikla orku til að rjúfa þau. Myndast þegar að atómin nýta elektrónur hvers annars til að fylla hvelin hjá sér.
Skautuð samgild tengi
Þegar sameiginlegu elektrónurnar dreifast ekki jafnt milli atómanna og sameindin verður skautuð, t.d.H20
Óskautuð samgild tengi
Jöfn dreifing,sameindin óskautuð t.d.CH4
Jónísk tengi
Jónir með mismunandi hleðslu tengjast, NaCl
Vetnistengi
Skautaðar sameindir loða saman ekki sterkir kraftar og mjög auðvelt að rjúfa.
Sindurefni
Stök elektróna á ysta hveli, getur verið bæði atóm eða sameind. Mjög óstöðugt efni og hvarfast mjög auðveldlega við önnur efni.
Lausn - Solution

Lausn = Efni + leysir

Efni sem leysast upp í vökva= solutes Vökvinn sem leysir upp efnin= solvent (leysir)
Mólstyrkur
Segir til um fjölda einda í ákveðnu rúmmáli af leysi, hversu mörg mól eru í hverjum lítra(mol/L). Eitt mól af glúkósa leyst í 1 lítra af vatni, mólstyrkur þá 1 mol/L.

Lífræn efni - Organic molecules

Öll efni sem innihalda kolefni (C)

Lífræn efni geta innihaldið ásamt kolefni (C) - vetni(H), súrefni(O), nitur(N) og brennistein(S). Þessi fimm efni mynda saman fjölda efnasambanda sem eru grundvöllur alls lífs.

Kolefni - C

C getur myndað 4 samgild tengi– þetta er algjört grundvallaratriði og lífið á jörð einkennist af þessu.
Macromolecules - Risasameindir
Innihalda þúsundir atóma
Polymers - (fjölliður)
Risasameindir sem myndaðar eru úr mörgum smærri svipuðum einingum sem tengjast saman, t.d. mörg gerviefni eins og polyester. Bygging og eiginleikar fjölliða tengjast. Hvernig er byggingin– hversu margar fjölliður, hvernig tengjast þær og í hvaða röð= segir allt til um eiginleika þeirra.

Kolvetni

Mikilvægasti orkugjafi líkamans. Orkan sem við nýtum úr kolvetnum losnar þegar efnatengin milli sameindanna eru rofin og bundin í aðra sameind sem kallast ATP en ATP er orkumiðill líkamans og nýtist í öll verk hans.
Einsykrur
Skiptist í pentósa, ríbósa og glúkósa (einnig frúktósi og galaktósi).
Tvísykrur
Tvær einsykrur tengdar saman; súkrósi(glúkósi+ frúktósi), maltósi(2x glúkósi) og laktósi(glúkósi+ galaktósi).
Fjölsykrur
Margar einsykrur í löngum keðjum t.d. glýkógen,sellúlósi,sterkja Glýkógen er t.d. fullt af glúkósa saman, og það er einn helsti orkuforði líkamans.

Fitur

Eru aðallega gerðar úr kolefni og vetni sem tengjast saman með óskautuðum tengjum. Óskautað = leysast illa í vatni(vatn er skautað). Helstu hlutverk fitu er m.a. orkugjafi í líkamanum, mynda frumuhimnur og eru boðefni.
Fjórir flokkarfitu:
Fitusýrur, þríglýseríð (hin eiginlega fita), fosfólípíð og sterar.
Fitusýrur
Langar kolvetnisefniskeðjur með karboxylhóp Mettaðar fitusýrur= engin tvítengi

Ómettaðar fitusýrur= tvítengi Fjölómettaðarfitusýrur= fleiri en eitt tvítengi.

Þríglýseríð
Samanstendur af glýseríði og 3x fitusýrum. Eru óhlaðnar, óskautaðar og vatnsfælnar sameindir. Aðalhlutverk er langtímageymsla orku í form ifitu í fituvef líkamans. Fitusýrur geta myndað dýrafitu (mettuð fita eða hörð fita) eða plöntufitu (ómettuð fita eins og olíur)
Fosfólípíðar:
Eru svipaðir og þríglýseríð en hafa fosfat og nitur.Mynda pólaðan hausmeð 2 ópóluðum hölum. (amphipathic). Eru í frumuhimnum.
Sterar
Allt öðruvísi bygging en þríglýseríð og fosfólípíðar. 4 tegundir: kólesteról, kortísól, estrógen, testósterón.

Prótein

Prótein eru gerð úr amínósýrum.

Helstu hlutverk próteina: flutningur, genatjáning, ensím, samskipti milli frumna, samdrættir, bygging og lögun,ónæmiskerfið o.fl.

Fyrsta stigs Próteinbygging

Röð amínósýra í próteinkeðju með peptíðtengjum (tengi sem tengja amínósýrur saman) Hvernig amínósýrur raðast niður í einfalda röð– hvaða amínósýrur, í hvaða röð og hve margar. Fyrsta stigið segir allt til um virkni próteinsins.
Annars stigs próteinbygging
Regluleg og endurtekin uppröðun hluta próteinkeðjunnar, skiptist í alfa-helix og beta-fleti. Hér myndast vetnistengi
Þriðja stigs próteinbygging
Heildarlögun próteinsameinda, hvernig próteinkeðjan er undin upp í þrívíddarlögun, t.d. hvort það sé þráðlaga eða hnattlaga. Hnyklun próteins ákvarðast af fyrsta stigs uppbyggingu. Hér ertu komin með vetnistengi, jónatengi, tog milli óskautaðra svæða, dísúlfíðtengi ofl.
Fjórða stigs próteinbygging
Verður þegar 2 eða fleiri próteinkeðjur tengast og mynda stóra, skipulagða einingu sem er aðallega haldið saman af ósamgildum kröftum. Dæmi: hemóglóbín.

Kjarnsýrur

Geyma, tjá og miðla erfðaupplýsingum í frumum líkamans (vöðvafrumu, taugafruma). 2 gerðir af kjarnsýrum: DNA (TAGC basar) og RNA (UAGC basar)

Núkleotíð

Hver DNA sameind samanstendur af mörgum genum sem bera upplýsingar um og stýra smíði eins fjölpeptíðs(próteina). Sum gen skrá fyrir RNA. Þetta eru keðjur byggingareininga sem kallast núkleótíð.

DNA

Deoxýríbósa kjarnsýra sem myndar erfðaefni í öllum lífverum og sumum veirum. Hún er mynduð úr tveimur þráðum línulegra fjölliða afdeoxýríbókirnum sem vefjast hvor um annan og mynda þannig form sem minnir á hringstiga

RNA

Ribonucleic acid er kjarnsýra, sem finnst í umfrymi allra fruma. RNA er erfðaefni og flytjur erfðaupplýsingar frá DNA yfir í prótein.

Gen

Inniheldur upplýsingar byggingu eins próteins þ.e.a.s í hvaða röð amínósýrur eiga að vera.Við höfum 20.000 gen í genasafninu okkar.

Krómósóm

Maðurinn hefur46 krómósóm, 23 litningapör.

Tákni

Röð þriggjaríbónúkleótíðaí mRNA keðju sem skráir fyrir tiltekna amínósýru.

Erfðalykill

Núkleótíðaröð í RNA gerð af 3x táknum sem ákvarða röð amínósýrna í próteinsmíð.

rRNA

Hluti af ríbósómi, í ríbósómum fer próteinsmíði fram.

tRNA

Flytja amínósýru eina í einu þangað sem próteinkeðjur vaxa á ríbósómum.

mRNA

Flytja upplýsingar sem hafa verið umritaðar frá DNA til ríbósóma

Eftirmyndun

Er það ferli þegar afrit af DNA er búið til þegar fruma skiptir sér þannig að hvor dótturfruma fær sama DNA.

Umritun

Ferli þar sem DNA er lesið og afritað. Afurðirnar eru mRNA sem bera upplýsingarnar úr DNA þangað sem prótein eru smíðuð.

Þýðing

Ferli þar sem umritunarupplýsingar eru notaðar við próteinsmíði. Fer fram í ríbósómum utan kjarna frumunnar. mRNA tengist ríbósómi, amínósýrur eru fluttar þangað af tRNA og þær tengdar saman í sérhæft prótein.
Ligand
Kallast það efni sem binst við prótein í hvert skipti.Það binst við prótein vegna veikra rafkraftra, þessar bindingar fela ekki í sér samgild tengi og eru að jafnaði afturkræfar.

Bindistaður

Svæðið á próteininu sem ligandin binst við kallast bindistaður. Prótein getur haft marga bindistaði, hver sérhæfður fyrir ákveðið ligand, eða marga bindistaði fyrir sama ligandið.

Sértækni

Virkni próteina ræðst af því hvaða efni bindast við það.

Þættir sem hafa áhrif á virkni próteina

Nálægð


Sækni


Chemical specificity

Allósterísk stýring

Tenging sameindar við eitt bindiset á próteininu hefur áhrif á tengingu annarrar sameindar við annað bindiset. Getur verið jákvæð og neikvæð.
Samgild stýring
Tenging hlaðins hóps við próteinið með samgildu tengi til að sameind geti bundist við próteinið.

Anabolism

Efnahvörf þar sem efni eru sett saman. (Uppbygging)

Catabolism

Efnahvörf þar sem efnasambönd eru rofin og orka losnar. (Niðurbrot)Virkjunarorka

Sú orka sem hvarfefnin þurfa að öðlast til að efnahvörf geti átt sér stað. Árekstrar milli sameinda gefa virkjunarorku. Ef það þarf háa virkjunarorku þá verður efnahvarfið hægara.
Hvati - (catalyst)
Er helsta hjálp efnahvarfa, lækkar virkjunarorku efnahvarfs og færa hvarfefnin saman sem auðveldar þeim að hvarfast à veldur auknum hvarfhraða. Hvati tekurEKKI þátt í efnahvarfinu, hann breytir ekki orkuinnihaldi hvarf-ogmyndefna hann einfaldlega lætur efnahvarfið gerast.

Ensím-hvatar

Ensím eru gerð úr próteinum og helsta hlutverk þeirra eru að vera hvatar. Ensím lækka virkjunarorku efnahvarfa og gera þau þ.a.l. hraðari.


Ensím þurfa málmjón, kóensím eða bæði til að virkjast - cofactor (hjálparefni)

Metabolism - Efnaskipti

Öll þau efnahvörf semeiga sér stað í lífveru kallast í heild efnaskipti.

Oxun

Efni oxast þegar það gefur H+ til annarrar sameindar.

Afoxun

Efni afoxast þegar það tekur H+ af annarri sameind yfir á sig.

NAD

Er oxunarvaldur (lætur önnur efni oxast og afoxast þá sjálft).

Krebshringurinn– sítrónusýruhringurinn

Til að mynda ATP sem við nýtum svo til orku. Sítrónusýruhringurinn= kolefnisatóm asetýlhópsins eru oxuð í koldíóxíð í hvatberum sem við öndum frá okkur og orka myndast og flyst yfir í efnatengi afoxaðra kóensíma (rafeindaflutningskeðjan)

Asetýl kóensím A (Asetyl CoA)

Kemur frá pýrúvata sem er afurð glúkósa, fitusýrum eða amínósýrum) erefnið sem fer inn í krebbs-hringinn til að byrja ferlið.

Oxalóasetat

Fyrsta efnið í sítrónusýruhringnum er oxalóasetat. AsetýlkóensímA tengist því í upphafi og lokaafurðsítrónusýruhringsins er einnig oxalóasetat.

Rafeindaflutningskeðjan

Mikilvæg í að framleiða orku.


ADP fosfórilerað og úr verður ATP.

Glycolysis

Glúkósa breyttí 2x pýrúvata sem fer í Krebshringinn, myndast einnig 2x ATP og 2x NADH fyrir hverja pýrúvatasameind.

Gluconeogenesis

Nýmyndun glúkósa, amínósýrur, pýruvata ofl. Breytt í glúkósa þegar þörf er á orku.

Glycogenesis

Glúkósa breytt í glýkógen og geymdur þegar orkuþörf er fullnægt.

Glycogenolysis

Glýkógen brotið niður í glúkósa þegar við þurfum orku .

Glýkógen

Er geymsluform glúkósa og við finnum það í vöðvum og lifur.

Beta-oxun

Ef frumur þarfnast orku eru fitusýrum breytt í asetýl-coA í nokkrum skrefum sem kallast beta-oxun, ef það er næg orka er þeim breytt aftur í þríglýseríð og það geymt í fituvef

Ketónar

Eru vatnsleysanlegir svo þeir geta farið í alla vefi líkamans. Ketónið asetóasetat getur svo klofnað enn fremur í aseton sem er eitrað Þegar asetóasetat myndast er það losað í blóðið þar sem það breytist í aseton. Aseton er losað úr líkama með öndunarlofti.

Efnaskipti próteina

Í magasafa er pepsínógen virkjað í pepsín af HCl, pepsín rífur peptíðtengi. Fjölpeptíðin færast í mjógirni þar sem brisensímin vatnsrjúfa frekar peptíðtengin.


Amínóhópur er fjarlægður, nitur notað við smíði nýrra niturefna eða fer í þvagefnishring, kolefnin eru byggð í sambönd sem geta farið í sítrónusýruhringinn.