• Shuffle
    Toggle On
    Toggle Off
  • Alphabetize
    Toggle On
    Toggle Off
  • Front First
    Toggle On
    Toggle Off
  • Both Sides
    Toggle On
    Toggle Off
  • Read
    Toggle On
    Toggle Off
Reading...
Front

Card Range To Study

through

image

Play button

image

Play button

image

Progress

1/51

Click to flip

Use LEFT and RIGHT arrow keys to navigate between flashcards;

Use UP and DOWN arrow keys to flip the card;

H to show hint;

A reads text to speech;

51 Cards in this Set

  • Front
  • Back

Réttarfar

Réttarfar er sú fræðigrein lögfræðinnar sem fjallar um réttarreglur varðandi dómstóla og meðferð mála fyrir dómi.

Fullnustugerðir

Aðfaragerðir, kyrrsetning og lögbann, nauðungarsala og gjaldþrotaskipti.

Dómstólaskipan

Á Íslandi eru tvö stig. Héraðsdómur (undirréttur) og Hæstiréttur. Héraðsdómur getur skotið dómum og úrskurðum til Hæstaréttar.

Héraðsdómar

Héraðsdómar eru 8 hér á landi og eru þeir kenndir við umdæmi sín.
Héraðsdómarar fara með dómstörf hver í sínu umdæmi í opinberum málum og einkamálum


Skilyrði ef þú vilt vera héraðsdómari

Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara og skal hann m.a. uppfylla þau skilyrði að vera 30 ára, íslenskur ríkisborgari, hafa ekki gerst sekur um neitt refsivert athæfi eða verið úrskurðaður gjaldþrota.

Hæstiréttur

Hæstiréttur er æðsti dómstóll ríkisins og hefur aðsetur í Reykjavík, stofnaður 1919. Ekki er hægt að áfrýja dómum Hæstaréttar frekar. Þó er hægt að fá heimild til endurupptöku málsef sérstök ástæða þykir til þess

Skilyrði ef þú vilt vera hæstaréttardómari

Hæstiréttur skipar 9 dómara og verða þeir að hafa náð 35 ára aldri og vera íslenskur ríkisborgari sem hefur ekki gerst sekur um neitt refsivert athæfi eða bú hans verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Forseti Hæstaréttar

Forseti Hæstaréttar sýnir starfsemi dómsins og skiptir niður verkum á milli dómra, ber ábyrgð á rekstri og fjárreiðum og kemur fram að hálfu dómsins út á við. Einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta Íslands.

Sérdómstólar

Sérdómstólar fara með þau mál ein sem sett lög fela þeim berum orðum.

Landsdómur

Landsdómur fer með og dæmir þau mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra, hefur aldrei verið kallaður saman.

Félagsdómur

Félagsdómur er sérdómstóll í vinnuréttarmálum. Í honum eiga sæti 5 dómarar, áhersla lögð á hraða málsferðar. Dómum verður ekki áfrýjað.

Sakamál

Sakamál eru þau mál sem handhafar ríkisvaldsins höfða á hendur mönnum til refsinga lögum samkvæmt. Öll önnur dómsmál teljast einkamál.

Einkamál

Einkamál:


-Öll önnur mál en sakamál.


Mál sem einstaklingur, félög eða lögaðilar höfða á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum til úrlausnar á réttarágreiningi um ýmis konar réttindi og skyldur.
Aðilar einkamála kallast stefnandi og stefndi.

Saksóknarar

Saksóknarar eru óháðir embættismenn sem ákveða í opinberum málum hvort mál skuli höfðað.

Málsforræðishyggja

Málsforræðishyggja er ein helsta meginregla einkamálaréttarfarsins en samkvæmt henni eru það aðilarnir sjálfir, sem ýmist eru einstaklingar eða persónur að lögum (fyrirtæki, ehf..) sem ákveða hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða gögn lögð fram og hvort á þeim er byggt, hvaða vitni verða leidd fram og svo framvegis.

Stefna

Stefna er nokkurs konar tilkynning til stefnda um málshöfðun og að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi á tilteknum tíma.
bls. 36 (SKOÐA)

Stefnufrestur

Stefnufrestur er sá tími sem stefndi hefur til að búa sig undir að koma fyrir dóm.

Þingfesting

Þingfesting er upphaf meðferðar máls fyrir dómstólum og þá hefjast venjulega fyrstu samskipti dómara og aðila.

Útivistardómur

Ef að stefndi mætir ekki við þingfestingu þá má hann búast við að útivistadómur gangi í málinu. Það þýðir að málið er dæmt eftir kröfum stefnanda.

Málflutningahæfi og leiðbeiningarskylda dómara

Ef að sá sem flytur málið er ólöglærður hvílir leiðbeiningarskylda á dómara.

Sönnun

Sönnun merkir í daglegu tali að leiða rétt og nægileg rök að staðhæfingu.

Helstu sönnunargögn

Aðildaskýrslur: skýrslur sem aðilarnir sjálfir gefa fyrir dóminum.


Vitnaskýrslur


Skoðunar- og matsgerðir: frá sérfróðum mönnum sem fengnir eru til að meta það sem deilt var um.


Skjöl og önnur sönnunargögn.


Lögregluskýrslur


Hugtakið sönnun

Sönnun: Í dómsmáli telst staðhæfing sönnuð þegar svo góð rök hafa verið leidd að henni og dómari hlýtur að líta svo á, eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu, að hún sé rétt.

Afbrigðileg málsmeðferð

Afbrigðileg málsmeðferð: Nokkur einkamál sæta afbrigðilegri meðferð, málsmeðferðin er að nokkru leyti önnur en hin venjulega.
Dæmi: Barnfaðernismál, hjúskaparmál og fleira.

Gjafsókn

Í gjafsókn felst það að kostnaður aðila að dómsmáli er greiddur úr ríkissjóði, að hluta til eða að öllu leyti. Bæði stefnandi og stefndi geta sótt um gjafsókn.

Gertæki

Gertæki eru slík brot að dómhöfum og öðrum eigendum þvinga skuldara til efnda og slík brot geta varðað refsingu

Fullnustugerðir

Aðfaragerðir, kyrrsetning og lögbann eru þvingunarráðstafanir sem stjórnvöld beita til að knýja fram eða tryggja efndir á skyldum sem á mönnum hvíla eða til varnar gegn ólögmætu atferli. Þessar gerðir eru oft kallaðar fullnustugerðir.

Aðfaragerðir

Aðfaragerðir: hægt er að skoða með aðstoð sýslumanna að fá fullnægt skyldum manna, sem viðkomandi getur ekki eða vill ekki efna sjálfviljugur.
Aðfaragerðir eru: fjarnám, útburðagerðir og innsetningargerðir.

(Aðfaragerðir) með fjarnámi

Með fjárnámi er knúin fram skylda til peningagreiðslu.

(Aðfaragerðir) útburðargerð

Útburðargerð nefnist það þegar aðfaraheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að víkja af fasteign eða að láta gerðarbeiðanda af hendi umráð hennar eða fjarlægja hluti af henni.

(Aðfaragerðir) innsetningaraðferð

Innsetningaraðferð nefnist það þegar aðfaraheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að veita gerðarbeiðanda umráð lausafjár eða annarra hluta en eignarheimild yfir fasteign.

Aðfaraheimildir

Með aðfaraheimild er átt við hvernig kröfu þurfi að vera háttað til þessa að henni verði fullnægt með aðfaragerð (aðför). Helstu aðfaraheimildir má finna á bls. 19 í glósum og bls. 40 í bók.

Fjarnám

Fjarnám er algengasta aðfaragerðin en þá er knúin fram skylda til peningagreiðslu.

Beinar aðfaragerðir

Beinar aðfaragerðir eru útburðar- og innsetningargerðir án undangengins dóms eða réttarsáttar.

Bráðabirgðaaðgerðir

Bráðabirgðaaðgerðir: þá er átt við aðgerðir til bráðabirgða og er gripið til þessara úrræða ef hætta þykir á að athöfn raski með ólögmætum hætti re´tti gerðarbeiðanda, meðan leitar er úrlausna dómstóla.

Kyrrsetning

Í kyrrsetningu felst að sýslumaður tekur veð til bráðabirgða í eignum skuldara að kröfu skuldareiganda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skuldari geti ráðstafað þeim áður en dómur fæst um kröfuna og hægt er að gera fjarnám í eignum.

Lögbann

Markmið lögbanns er að stöðva eða fyrirbyggja með skjótum hætti tilteknar athafnir einstaklings eða lögaðila sem raska eða eru líklegar til að raska lögvörðum rétti manns á meðan beðið er dóms.

Löggeymsla

Löggeymsla er skyld kyrrsetningargerð, en sú aðgerð miðar að því að leggja hald á eignir skuldara þegar áfrýjun máls til Hæstaréttar kemur í veg fyrir að gerðarbeiðandi geti gert fjarnám í eigum gerðarþola á meðan beðið er eftir dómi.

Nauðungarsala

Nauðungarsala fer fram til að koma eign í verð án tillits til vilja eiganda hennar í þeim tilgangi að verja andvirðinu til greiðslu handa þeim sem eiga veðrétt í eigninni.

Ógjaldfær

Þegar skuldari getur ekki greitt gjaldfallnar skuldi sínar telst hann ógjaldfær.

Greiðslustöðvun

Greiðslustöðvun er þegar skuldari sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og vill freista þess að koma nýrri skipan á fjármál sín með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda og vill tímabundna greiðslustöðvun.

Nauðasamningur

Nauðasamningur á það sammerkt með greiðslustöðvun að markmið hans er að ráða bót á ógjaldfærni skuldarans, án þess að til gjaldþrotaskipta komi.

Gjaldþrot

Með hugtakinu gjaldþrot er átt við vangetu skuldara til að standa kröfuhöfum skil á gjaldföllnum kröfum.

Gjaldþrotaskipti

Gjaldþrotaskipti er hinsvegar fullnustugerð, þ.e. aðferð sem notuð er til að skipta eignum þrotamanns á milli kröfuhafa hans.

Þrotabú

Þrotabú verður til þegar manneskja er dæmd gjaldþrota, lýtur stjórn skiptastjóra.

Sakamál

Sakamál eru öll þau mál sem handhafar ríkisvaldsins, ákæruvaldið, höfða á hendur mönnum til refsingar, lögum samkvæmt.

Ákæruvaldið

Ákæruvaldið: hlutverk ákærenda er að tryggja í samvinnu við lögreglu að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum.
Með ákæruvaldið fara ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar.

Héraðssaksóknari

Héraðssaksóknari höfðar sakamál vegna alverlegra afbrota eins og stórfelld fíkniefnabrot, manndráp, kynferðisbrota og fleira.

Meðferð sakamáls

Meðferð sakamáls má skipta í rannsókn, ákærustig og dómsmeðferð.

Gerðardómur

Gerðardómur er lögbundinn eða samningsbundinn úrskurðaraðili á einkaréttarsviðinu um ágreining sem annars ætti að sæta úrlausn almennra dómstóla

Lögbundnir gerðardómar

Lögbundnir gerðardómar eru úrskurðaraðilar sem starfa samkvæmt ákvæðum í settum lögum.